Gönguhópurinn "Lífsins lystisemdir"

Í gönguhópnum eru gamlir Víkingar og áhangendur þeirra. Hópurinn hefur haldið saman frá árinu 1996 og ávallt farið í a.m.k. eina dagsgöngu á ári en auk þess hefur hópurinn gengið stuttar ferðir saman innanbæjar allt árið ef því er að skipta og skiptast hjón á að ákveða hvar á að ganga. Gjarnan er svo farið í kaffi á eftir hjá einhverjum úr hópnum.

Á undanförnum árum höfum við t.d. gengið yfir Fimmvörðuháls; niður með Stóru-Laxá; hálfhring frá Lakavegi, inn á línuveg og niður í Holtsdal að Fjaðrárgljúfri; kringum Hvalfell í Hvalfirði; skemmtilega gönguleið í Borgarfirði sem endar við Hreðavatn; kringum Hítarvatn; á Eldborg á Mýrum og árið 2005 gengum við upp frá Steig í Mýrdal hring upp á Dalsheiði og enduðum aftur í Steig. Sú gönguferð endaði á golfmóti á Selfossi. Golfmót var aftur haldið sumarið 2006 á golfvellinum í Borgarnesi. Síðan hafa nokkrar göngur bæst við og er listi yfir þær með myndum hér fyrir neðan.

Á árinu 2006 var ákveðið að ganga 10 ára afmælisgönguna á Spáni í heila viku í júní og fara síðan í hvíld á strönd/golfvelli á eftir. Til þess að þetta mætti gerast var fjölgað í hópnum og erum við nú 16 sem göngum saman - ekki alltaf allir í einu, en fastur kjarni hefur verið með í flestum göngunum. Sjálfkjörinn formaður hópsins er Anna Gísladóttir og hefur hún stjórnað honum af mikilli röggsemi.


Hluti gönguhópsins á Helgafelli
Lagað 28. júlí 2014.
Gönguferð yfir Fimmvörðuháls árið 1996  
Gengið kring um Hvalfell 1997 Christabel
Gönguferð í Mýrdal árið 2005 Snæfellsnes 2013
Prestastígur 2006, Helgafell 2006 Esja 2006 Hengill 2006 Brúarárskörð 2006 Rauðsgil-2006 Sandakravegur 2014
Spánarferðin 2006 Grein í Morgunblaðinu um Spánarferðina  
Ármúli 2007  
Þórsmörk 2008  
Esjan 2009 Aðalvík 2009  
Tenerife 2010 Vatnsnes 2010  
Hellishólar 2011  
Reykjadalur 2012  

Meðlimir hópsins eru:


Anna Gísladóttir
sjálfskipaður formaður

Eirikur Þ. Einarsson
ljósmyndari hópsins


Björg Magnúsdóttir


Örn Henningsson


Hrönn Einarsdóttir

Sigfús Sigurhjartarson

Iðunn Valgarðsdóttir

Jakob Már Gunnarsson

Sigríður Káradóttir

Guðjón Guðmundsson

Alma Möller

Ólafur Valur Ólafsson

Sigrún Valgarðsdóttir

Þórólfur Jónsson

Fanný Guðjónsdóttir

Þorsteinn Höskuldsson