Sandakravegur

Gönguferð Lífsins lystisemda 26. júlí 2014
Allir mættir og beðið eftir rútunni Mætt á staðinn og gangan hafin með smátári Í upphafi var gengið eftir slóða, en fljótlega var farið út í hraunið. Borgarfjall í baksýn Erum enn á slóðanum
Fjölbreyttur gróður - geldingahnappurinn búinn en blóðbergið á fullu Leiðin var vel stikuð og stikurnar númeraðar Það skiptust á moldarflög og mosaþembur á leiðinni Moldarflag
Krækilyng og hreindýramosi Sveppur í krækilynginu Áð í hrauninu - Sandhóll í baksýn Fyrsti sólargeislinn á göngunni - þeir urðu ekki margir, sólargeislarnir... Fagradalsfjall
Enn setið og nesti snætt. Dökka fjallið lengst til hægri er Þorbjörn, Vatnsheiði fyrir miðri mynd Vatnsdropar á maríustakk Allt í einu týndust stikurnar, en fundust fljótlega aftur - þess vegna er fólkið dreift um hraunið. Fagradalsfjall í baksýn Stikurnar fundnar - og tækifærið notað til að líta i kringum sig. Við gengum oft með með andlitið niðri við jörð til að detta ekki...
Hér erum við komin á sýnilega gamla slóð. Fagradalsfjall í baksýn Hér endar Sandakravegur og Skógfellavegur tekur við. Sést í Stóra Skógfell til hægri Gömul slóð mörkuð í hraunið eftir hófa hestanna sem hér fóru um um aldir. Litla Skógfell framundan Blóðberg og mosi
Enn er áð nú við Litla Skógfell Beitilyng Komin á Skógfellaveg Enn eru gömlu göturnar vel markaðar og sýnilegar í hrauninu
Vörðuð leið. Fagradalsfjall í baksýn Sigrún Valgarðs Skógfellavegur - seinni hluti, sem var frekar erfiður yfirferðar Holtasóley - búin að blómstra
Reykjanesið er allt krosssprungið Gangan endar - fararskjótinn Þetta er leiðin (bláa línan) sem við gengum ásamt hæðarbreytingum og gönguhraða. Samtals rétt tæpir 18 km á um 6 tímum með stoppum. Fórum í sund til að vaska af okkur rykið...
Komið í Víðihlíðina og veislan undirbúin Verði okkur að góðu! Frábærri en nokkuð erfiðri ferð lokið. Gengum tæpa 18 km á 6 tímum og áttum veisluna skilið!