Dagskrá og skráning á hátið 15.-17. júní 2010

Nú liggur fyrir dagskrá vegna 40 ára stúdentsafmælis okkar í vor. Undirbúningsnefndir hafa verið starfandi fyrir norðan og fyrir sunnan. Komin er skráningarsíða á vefnum:
http://spreadsheets.google.com/ccc?key=0AqQtUeYYr2tMdHFXbzQwM281WnZza1ZVc01yNUFwN3c&hl=en og nú er bara að drífa í að skrá sig!

Skráið fjölda, þ.e. hvort þið eru einföld eða tvöföld, og í hverju þið ætlið að taka þátt. Þetta skýrir sig sjálft á skráningarsíðunni.
Fyrir okkar hluta af pakkanum er verðið kr. 8.000.- á mann, þ.e. matur 15. júní og rútuferð 16. júní. Vinsamlega greiðið inn á reikning hópsins í Landsbankanum á Eskifirði, nr. 0166-26-001970, kt. 050250-3349, takið fram fyrir hvern er greitt og sendið kvittun á eirikur@eirikur.is. Merkt verður með grænu á skráningarsíðunni þegar þið hafið greitt og kvittun send. Kostnaður vegna hátíðarinnar að kvöldi 16. júní er kr. 9.800.- og skráning fer fram á heimasíðu 25 ára stúdenta, http://www.ma1985.muna.is/page/jubilantahatid.

Þeir sem þegar hafa skráð sig en ekki gert upp - vinsamlega gerið það sem fyrst, eða ekki síðar en 5. júní.

Vinsamlega leiðréttið netföng og bætið við þeim sem vantar ef þið vitið um þau. Látið þá vita sem ekki eru skráðir með netföng og biðjið þá að hafa samband með því að senda tölvupóst á eirikur@eirikur.is. Sjá einnig heimasíðu okkar: http://www.eirikur.is/ma70.htm undir Bekkir, þar er listi yfir netföng.

Dagskrá:

Bekkjarkvöldið 15. júní

Bekkjarkvöldið verður haldið í Lóni við Hrísalund, húsi karlakóranna á Akureyri. Húsið verður opnað kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Söngur glaumur og gleði, verður móttóið við undirleik Ingimundar Friðrikssonar.
Veislustjórn í höndum Friðriks Vagns Guðjónssonar og Magnúsar Ólafssonar. Sölvi Sveinsson fer með gamanmál.

Matseðill:

* Kryddhjúpaður lax með kaldri hvítlaukssósu – sósan borin farm sér.
* Veislubollur í karrý kókos – heitar saltfiskbollur.
* Kjúklingasmásteik með heitri rjómasveppasósu.
* Kaldar ostafylltar ýsurúllur á salatbeði.
* Ferskt salat, ofnbakaðar kryddkartöflur, hrísgrjón og brauð.

Verð 4.000 kr. á mann.

Ferðalag og hátíðarkvöldverður 16. júní

Lagt af stað kl. 10:30, frá Heimavist MA. Fyrsti viðkomustaður heimili og vinnustofur listahjóna Aðalheiðar Eysteinsdóttur og Jóns Laxdal í samkomuhúsinu Freyjulundi. Þar verða í boði léttar veitingar. Því næst verður ekið til Dalvíkur og haldinn söngsalur í nýja menningarhúsinu Bergi. Þar er kaffihús sem hefur léttvínsleyfi ef einhverjir verða þyrstir og eins er hægt að fá ýmislegt annað matarkyns þar, ef menn verða svangir og/eða þyrstir og hafa ekki áhuga á að syngja með. Að lokinni Dalvíkurheimsókninni liggur leiðin aftur til baka með viðkomu í Ektafiski á Hauganesi þar sem við fáum að smakka á framleiðslu fyrirtækisins og einhvern vökva með. Áætlunin miðast við að vera komin til baka til Akureyrar í tæka tíð til að ná afslöppun fyrir kvöldið u.þ.b. kl. 15:30.

Verð 4.000 kr. á mann.

Fagnaður að kvöldi 16. júní í Höllinni

Nú liggur fyrir að verð fyrir mat og skemmtun í Höllinni er kr. 9.800.- fyrir manninn. Miðasala á fagnaðinn fer fram í gegnum heimasíðu hátíðarinnar. Nánari upplýsingar um hátíðina og miðasölu er að finna á heimasíðu 25 ára stúdenta http://www.ma1985.muna.is/page/jubilantahatid.

17. júní, skólaslit MA

Finnbogi Jónson hefur tekið að sér tala fyrir okkar hönd við skólaslitin.

Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst, leiðréttið og bætið við netföngum og látið þetta berast til þeirra sem ekki eru með tölvupóst eða ekki eru með rétt netfang á listanum.

Þeir sem ekki hafa enn pantað hótel geta gert það í nafni 40 ára stúdenta hjá Hótel Eddu, sími 444 4000.


   
Forsíða

Þetta merka rit kemur út og verður boðið til sölu á bekkjarkvöldi 1970 árgangsins þann 15. júní nk. Ritið er mikið myndskreytt og sett saman af Eiríki Þ Einarssyni og Sölva Sveinssyni. Það verður selt fyrir kr. 1.000.- og mun allur ágóði af sölunni renna í bekkjarsjóð.
Þeir sem hafa áhuga á að eignast ritið vinsamlega skráið ykkur í þar til gerðan reit á skráningarlistanum fyrir bekkjarkvöldið. Þetta er gert til að fá hugmynd um upplag. Ekki þarf að borga ritið fyrirfram.

Úr ritinu:
Þorrablót 6.C í Menntaskólanum á Akureyri var haldið í janúar 1970 og um þessar mundir eru því liðin fjörutíu ár síðan samkvæmið fór fram og er enn í minni manna - og þó ekki svo sem síðar verður rakið. ...
... Enginn man lengur, svo vitað sé, hvernig hugmyndin að blótinu kviknaði. 6.C hafði aðsetur á Norðursal og líklegt er talið að einhver sem átti sæti í aftari röð
um bekkjarins hafi stungið upp á þessu í lok sögutíma fremur en frönsku- og verið tekinn á orðinu.