Landagatan í Vestmannaeyjum

Á þessari síðu eru aðallega húsamyndir, en hér koma nokkrar myndir af fólkinu.
Landagatan á heimaslod.is
.
Ég setti upp myndasýningu með nokkrum gömlum myndum úr Eyjum. Þetta eru myndir af nágrenni Hofsins við Landagötuna, myndir sem sumar held ég að ekki hafi sést áður. Þær eru sennilega flestar teknar af móður minni, Guðrúnu Þorláksdóttur nema þær sem eru frá Huldu í Vatrnsdal. Eftir því sem mér gengur að skanna myndir frá þessum tíma mun bætast í þessa myndasýningu.
Fleiri myndir frá Eyjum, að þessu sinni eru það myndir sem ég tók frá ca. 1964-65 til um 1970. Þarna eru myndir frá því ég var að vinna í vatninu við að leggja rörin í bæinn. Vinnufélagar m.a. Friðfinnur Finnbogason og Stefán Gíslason, verkstjóri var Guðjón Jónsson í Dölum. Frábær tími.

 


Haukur í Vatnsdal - Hofið og Landagata 23 í baksýn.

Landagata í Vestmannaeyjum fór undir hraun í mars árið 1973. Mér datt því í hug að setja upp heimasíðu tileinkaða Landagötunni.

Við, sem áttum heima þar í kring um árið 1960 eða fyrr, höfum oft talað um að hittast, kannski skoða gamlar myndir frá því fyrir gos eða eitthvað slíkt og rifja upp gamla daga við leik og störf á Landagötunni. Það vill verða þannig að gamlir nágrannar frá þessum árum hittast aðeins við jarðarfarir, en betra væri að hittast við skemmtilegri tækifæri.

Þó nokkuð margir Landagötubúar hafa fallið frá á fáum árum, og nægir þar að nefna Grétu á Akri, Sigga á Löndum og núna síðast Betu og Friðrik á Landagötu 23.

Sjálfur átti ég heima á Hofi, Landagötu 25, ásamt foreldrum mínum, Einari og Guðrúnu, Óskari bróður, og ömmu minni, Sigríði. Við fluttumst árið 1960 upp í skeifu, Fjólugötu 5, og áttum heima þar eftir það.

Ef einhver á myndir frá Landagötunni þætti mér mjög vænt um að fá þær til að setja hér inn, bæði myndir af húsum, krökkum og fullorðnum. Ég hef tæki til að skanna myndir, en best væri að fá þær á tölvutæku formi.

við Landagötu - takið eftir bílnum í bakgrunni. Gæti verið sá sami og á myndinni að ofan. (Smellið á myndirnar til að stækka þær)
Húsin eru Akur, hús Hrólfs Ingólfssonar, hús Friðriks og Betu og Hofið.
(Hulda í Vatnsdal)

Hof, Elliheimilið Skálholt og verkamannabústaður, einn af fjórum.
(Hulda í Vatnsdal)


Hús Elínar og Ágústar við Landagötu. (Hulda í Vatnsdal)


Hús Hauks í Vatnsdal og austustu verkamannabústaðirnir.
(Hulda í Vatnsdal)

Ingólfshvoll (Hulda í Vatnsdal)


Hraungerði og Stóru-Lönd (Hulda í Vatnsdal)

Skálholt við Landagötu. Þar bjó Hjörleifur Sveinsson. (Hulda)

Afapollur - þar fór maður nú oft í fótabað!! (Hulda í Vatnsdal)

Mynd tekin austur Hofstúnið. Hægra megin sést á Vatnsdalstúnið. Þurrkhúsið í baksýn. Hóllinn bak við hænsnakofann var sleðabrekka okkar bræðranna, einnig brekkurnar báðum megin við dældina þar sem Vatnsdalstjörnin myndaðist alltaf á veturna þegar rigndi á frosna jörð. Þarna vorum við líka í fótbolta farmeftir kvöldi á sumrin. Takið eftir að þarna eru amerísku braggarnir komnir vinstra megin á myndinni.

Elliheimilið Skálholt við Urðaveg

Hofið við Landagötu

Þessi mynd er tekin fyrir framan Geirseyri, held ég

Þar sem síðar var Bakkastígur. Brimnes og Gjábakki í baksýn

 

 

Gert 1. ágúst, 2003
Lagað 27. feb. 2012

Eiríkur Þ. Einarsson