Hólmsheiði

Gönguferðin 26. mars var farin um Hólmsheiði austan Rauðavatns undir fararstjórn Evu og Baldurs. Mæting var góð eða 24 og gengu menn um svæðið í um tvær klst. í sól en norðlægri gjólu og svölu veðri. Það kom ekki að sök þar sem menn voru vel búnir. Það var gaman að sjá að enn er nýtt fólk að birtast í göngunum. Eyþór Haraldsson kom ásamt sinni konu. Vonumst við til að sjá fleiri koma með vorinu. Frábært útsýni yfir Reykjavík er á þessari leið sem er frekar fáfarin nema af hundaeigendum og hestamönnum og hefur oft gleymst þeim sem hafa gaman af göngum og jafnvel af borginni líka þar sem fleiri stíga mætti gera á svæðinu og einnig að setja upp kort með örnefnum.

(Ljósm. EÞE)


Á Hólmsheiði eru listaverk eins og þetta hásæti

Nestistími